Neistar

158 Hér í síðasta kafla bókarinnar skoðum við hvernig hægt er að nota afar knappar ljóðabrellur til að gefa margt í skyn. Í sjötta kafla var fjallað um það hvernig smásaga er stór og viðamikil heild eins og ísjaki sem er að stórum hluta undir yfirborðinu. Og ef við höldum áfram með líkingar úr náttúr- unni má segja að ljóð sé eins og loftbólurnar sem fljóta úr hval upp á yfirborðið. Ljóðið getur þannig verið stór hvalur (eins og efnismikil skáldsaga); aðeins lítill hluti hans er sýnilegur þegar hann kemur upp til að anda en þú skynjar samt alla návist hans. Ljóð eru óð og góð Markmið kaflans er að dýpka enn frekar skilning þinn og þekkingu á ljóðum og á því hvað greinir ljóð frá öðrum bókmenntaformum. Þótt ljóð séu stundum falin í rykföllnum bókum er ljóðrænt tungumál að finna alls staðar í kringum þig. 8. kafli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=