Neistar

14 Nokkrir gagnlegir molar um tjáningu Það er auðvitað ekkert að óttast þegar maður stendur upp til að tjá sig eða láta í sér heyra, en samt fer blóðið að renna hraðar hjá flest- um. Þegar kitlið í maganum eða hraði hjart- slátturinn gerir vart við sig er mikilvægt að muna að þetta eru líkamleg viðbrögð sem hafa lítið með raunverulega hættu að gera. Og til að taka á þessu er hægt að fara ýmsar leiðir: Andaðu – lífið mælir með því! Nokkrir djúpir andardrættir, alveg niður í kvið- arhol, gera alltaf kraftaverk. Krepptu og slepptu! Krepptu báða hnefana á meðan þú heldur niðri í þér andanum í nokkrar sekúndur … og slepptu svo bæði andanum og fingrunum lausum! Léttir! Finndu þægilega líkamsstöðu Það er óþarfi fyrir þig að útpæla alla þína líkamstjáningu að svo stöddu. En líkaminn er hannaður til að standa hreinn og beinn í baki – ef þú húkir eða kreppir þig saman þrengirðu að líkamsstarfseminni með þeim afleiðingum að stressið eykst. Auk þess er miklu fallegra og skemmtilegra að hlusta á hnarreistar manneskjur. Finndu falleg augu Það er gulls ígildi að finna í salnum vingjarn- legt andlit sem sýnir áhuga á máli manns. Stundum er það góður vinur en það getur líka verið einhver ókunnugur. Ef þú talar til þessarar manneskju mun öll framsögnin verða skýrari og persónulegri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=