Neistar

Neisti – Að sitja á sér Sennilega mætti segja að einmitt þannig sé lífið, eitt hliðarspor og lífið fer á allt annan veg en ætlað var. • Skrifaðu stutt viðtal við unga manneskju sem ber yfirskriftina: Ef ég hefði bara snúið við! • Amma var að gefa út endurminningar sínar og þar kemur fram að hún átti tvo vonbiðla. Hvernig hefði lífið leikið hana hefði hún valið „hinn“ manninn? • Ef þú tækir vitlausa lest á leið upp á hótel, hvað væri það skemmtilegasta sem gæti komið út úr því? En hvað myndi hræða þig mest? Hvað væri mest spennandi? – Þetta byrjaði sennilega allt þannig að ég tók vitlausan strætó. Ég var búinn með landsprófið og á leið niður í Menntaskólann í Reykjavík en hitti náunga sem var að fara í inntökupróf í Myndlista- og handíða- skóla Íslands. Og ég fór bara með honum. Þannig að ég fór í vitlausan skóla. Og missti þess vegna af því að mennta mig. En ég er hrifinn af svona villum. Eins og þegar ég fór við annan mann að hitta vin minn áður en ég fór í skólann úti í Hollandi. Við fórum með pramma. Það var vitlaus prammi. Stoppistöðin kom aldrei þannig að við vorum allt í einu komnir á endastöð. Þá fór prammastjórinn út en við sátum eftir og þurftum að finna leiðina til baka. Einmitt þannig er listin. Birgir Andrésson / Þröstur Helgason skrásetti i ti Einmitt þannig er listin … 157

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=