Neistar

16. Þýðingar til gamans Enskan er nokkurs konar alheimstungumál. Á flestum stöðum í heiminum getum við gert okkur skiljanleg ef við aðeins kunnum eitthvert hrafl í ensku. Það er því ekki að undra að á flest- um ferðamannastöðum reyni heimamenn að hafa matseðla, auglýsingar og leiðbeiningar á ensku. En þar sem kunnáttan er oftar en ekki heldur yfirborðskennd og málfræðiþekking lítil þá grípa menn til orðabóka og þýða beint, orð fyrir orð. Útkoman er oft og tíðum æði skrautleg. Lagfærið þessar þýðingar svo að þær verði bæði réttar og skiljanlegar og valdi engum misskilningi. Heimili óskast fyrir vingjarnlegan Labradorhund. Borðar hvað sem er – elskar börn Auglýsing í búðarglugga Hvers vegna að fara inn í einhverja aðra búð og láta svindla á sér? Komdu hingað! Skilti fyrir utan verslun Það er leyfilegt að vera í sportjakka við kvöldverðarborðið en ekki í buxum Skilti í veitingasal á hóteli Fólki er stranglega bannað að tína blóm af öðrum leiðum en sínum eigin Tilmæli í kirkjugarði Allt vatnið sem er á boðstólnum hér hefur farið í gegnum fram- kvæmdastjórann persónulega Á veitingastað Erum að hætta, þökk sé viðskiptavinum okkar Skilti í verslunarglugga Öll slökkvitæki verður að prófa í það minnsta tíu dögum fyrir bruna Reglur á hóteli Sérfræðingur í konum og öðrum sjúkdómum Spjald á læknastofu Pelsar fyrir konur búnir til úr þeirra eigin skinni Skilti í pelsabúð Viðvörun: Getur valdið syfju Á svefnmeðali Passar á eitt höfuð Leiðbeiningar á pakka utan um sundhettu Varúð: Inniheldur hnetur Á hnetupakka Akið ekki bíl eða stýrið þungavinnuvélum Á hóstamixtúru fyrir börn Leiðbeiningar: Opnið pakka, borðið hnetur Á hnetupökkum Notist aðeins innandyra eða utandyra Á jólaseríu Hér eru nokkur gullkorn úr bæklingum og af umbúðum sem fylgja tækjum og reyndar hvers konar vörum. 155 Strauið ekki fötin á líkama Á umbúðum fyrir straujárn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=