Neistar

154 Meira um málfræði og málnotkun Ef gerð yrði skoðanakönnun á meðal landsmanna um það hvað telst gott og rétt mál fengist örugglega nokkurn veginn skýrt svar sem margir gætu tekið undir og sagt: „Já, einmitt svona notum við íslensku, einmitt svona gerum við og einmitt svona gerum við alls ekki.“ Eða hvað? Gallinn er sá að þetta er ekki svona einfalt. Það eru sannarlega til formlegar og opinberar reglur um það hvað má og hvað má ekki. En jafnvel þegar við erum upp á okkar allra besta þverbrjótum við margar reglur þegar við tölum hvert við annað. Þetta er afar eðlilegt og líka allt í lagi. Það eru líka til viðurkenndar málvenjur sem falla ekki að málfræðireglunum. Og það er líka allt í lagi. Hins vegar er varasamt að láta þessa tilhneigingu leka inn í ritmálið okkar. Sumir kenna samfélagsmiðlum og netspjalli um þessa þróun. Af hverju? Vegna þess að í spjalli ertu í rauninni að nota talmál, jafnvel þótt þú skrifir á lyklaborðið – þú „talar“ við vini þína með lyklaborðinu og „segir“ þeim alls konar skemmti- lega hluti. Hefur ritmáli kannski farið hnignandi af þessum sökum? Það er ekki svo gott að segja – en þeim mun mikilvægara að vera meðvitaður um það. Ensku áhrifin – af hverju að berjast gegn þeim? Öll tungumál lúta lögmálum og þau hafa hvert um sig reglur og viðmið. Íslenskan er þar í engu öðruvísi. Eitt og annað smitast á milli tungumála, t.d. eru ótal tökuorð í íslensku fengin úr erlend- um tungumálum. En svo er annað sem við viljum standa vörð um, við viljum ekki að sérkenni ís- lenskunnar tapist. Þess vegna þurfum við að vera vakandi og vanda okkur. Auk þess sem óvand- virkni getur skapað ferlegan misskilning. Enskan er alltumlykjandi tungumálið á heimsvísu og hefur því langmestu áhrifin. Við getum tekið nokkur dæmi: Íslenska : Hafðu það gott eða njóttu dagsins (þetta er hefðbundin, íslensk tjáning). Enska : Have a nice day – eigðu góðan dag, en þetta orðalag heyrist sífellt oftar. Það er margt gott við enskuna – ef þú kannt hana vel hefurðu í raun aðgang að stórum hluta mannkyns. En það má alls ekki gerast á kostnað íslenskunnar, því hún geymir sjálfsmynd þína og tengsl við samfélagið, menningararfinn og allt nærumhverfið. Hér er málnotkun sem verður sífellt algengari og er bein þýðing úr ensku: Íslenska : Ég ætla í sturtu . Enska : I’m gonna take a shower – bókstaf- leg þýðing í sömu orðaröð: Ég ætla að taka sturtu (sá sem á sturtuna verður væntanlega ekki mjög sáttur og spyr örugglega af hverju þú ætlir að taka hana og hvert þú ætlir að fara með hana).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=