Neistar
152 12. Án sagnorða Semdu ljóð án sagnorða. Hafðu það að minnsta kosti fimm línur. 13. Rangt verður rétt Hvað er rangt í dæmunum hér? Skoðið feitletruðu orðin og finnið út hvernig textinn á að hljóma svo vel fari. • Tölvan frosnar alltaf. • Ísinn er frosnaður . • Hún hengur alltaf í tölvunni. • Flaskan er óopin . • Blaðsíðan er kössótt . • Ég var að spá í þessu . • Ég var á gangi þegar eitthver sagði mér einhvað eða eikkvað … • Víst að þú ert svona leiðinlegur við mig þá færðu engar ólífur. • Ég þoli ekki þegar einhver sé leiðinlegur. • Ef það sé í lagi. • Farið fyrir bak við hús. 14. Finnst þér mikilvægt eða ekki að vanda mál sitt? Rökstyddu svarið. 15. Spurðu foreldra, afa eða ömmu hvaða breyting- um í íslensku þau hafa tekið eftir í áranna rás. Ertu að … ? Ein tilhneiging í tungumálinu í dag er að flækja hlutina með því að nota sögnina vera fram úr öllu hófi. Kannastu við þetta? • Ertu að sjá þetta? Ég er ekki að skilja neitt í þessu. Ég er ekki að fíla þig. • Réttara (og skýrara og einfaldara) er að segja: Sérðu þetta? Ég skil ekki neitt í þessu. Ég fíla þig ekki. Þessi tilhneiging er svo rík að árið 2013 birti ljóðskáldið Bjarki Karlsson heilt ljóð sem er í raun leikur með þessa málnotkun.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=