Neistar
151 Málfræ sem falla í grýttan jarðveg Allar kynslóðir eiga sínar ambögur og sínar útgáfur af misskilningi í tungumálinu. Þær eru misalvarlegar og sumar þeirra eru umdeilan- legar. Það eru ekki allir sammála um hvort þær séu rétt eða rangt mál, gott eða vont. En af því að þú hefur framtíð íslenskunnar í hendi þér er gott að þú veltir þeim fyrir þér. Ertu til í það? Það var hrint mér! „Það var hrint mér!“ sagði drengurinn og fór að gráta. „Þú átt að segja mér var hrint,“ sagði kennarinn. Og hvor hafði nú rétt fyrir sér, drengurinn eða kennarinn? Í samfélagi sem er í sífelldri þróun breytist tungumálið óhjákvæmi- lega líka. Ný orð líta dagsins ljós sem og nýjar málvenjur. Um sumar breytingar næst samstaða á meðan aðrar eru aðeins viðurkenndar af ákveðnum hópum. Er hægt að tala um málvenju ef orðanotkunin er umdeilanleg og hún er ekki samþykkt af öllum málnotendum? Getur orðanotkun orðið að mál- venju ef meirihluti þeirra sem nota hana eru börn og unglingar? Geturðu nefnt dæmi um orðanotkun sem unglingar nota og er viðurkennd málvenja? Getur ein og sama orðanotkunin verið viðurkennd málvenja í talmáli en ekki í ritmáli? Skoðaðu þetta – hvor orðanotkunin er þjálli? Hvor heldurðu að sé viðurkennd og af hverju? Það var sagt mér. Mér var sagt. Það var kýlt mig. Ég var kýldur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=