Neistar
148 10. Lýsingarháttur þátíðar, hvað er nú það? LÝSINGARHÁTTUR ÞÁTÍÐAR HVAÐ ER NÚ ÞAÐ? Beygingarfræði orðanna er, að mati Ásgerðar Jónsdóttur, meginstyrkur hvers tungumáls. Í BARNASKÓLA, 10–12 ára, lærði ég að lýsingarháttur þátíðar væri tiltekin beygingarmynd sagnorðs mynduð af aðalsögn málsgreinar og hjálparsögnunum hafa, vera og verða (og einnig eiga, fá og geta). Ég hef kunnað þetta síðan eins og sjálfsagðan hlut enda heyrt það í daglegu tali og lesið af ritmáli. Ég hygg, að liðnar kynslóðir hafi varðveitt vel beygingarmátt íslenskrar tungu, einnig þennan þátt hennar. Hin síðustu 10–12 ár hefur hallað undan fæti beygingarfræðinnar samkvæmt lögmáli fallhraðans og nú er lýsingarháttur þátíðar með hjálparsögninni að hafa nálega horfinn úr mæltu máli og stefnir á grafarbakkann í rituðu máli. Í stað þess að nota þessa fáorðu áferðargóðu sagnbeygingu eru menn „búnir að“ hinu og þessu. Búinn og búinn og búinn með runu af nafnháttum í kjölfarinu. „Búinn að búa“ hér eða þar. „Búinn að vera að gera“ og „búinn að vera að vera“ þetta eða hitt. Nýlega heyrði ég einn dálætis útvarpsmann segja orðrétt: „Við erum búin að vera að tala um að …“ Hér er svigrúm fyrir þriðja nafnháttinn í röð. Það er ekki fagnaðarefni fyrir íslenskt tungutak og ritstíl ef þessi nafnháttaruna nær að útrýma öðrum gagnorðari og agaðri beygingarmyndum sagnorða. Ég leyfi mér hér með að vekja athygli á þessu fyrirbæri svo og á fleiri atriðum, sem mér hafa þótt miður fara varðandi málfræði. Morgunblaðið 11.05. 1997. Sú sem hér skrifar er ekki ánægð með hvert íslenskan stefnir. Spreyttu þig á að lagfæra textann hér á eftir og notaðu lýsingarhátt þátíðar þar sem hann á við. Ég er sko búin að eiga góða helgi, búin að fara í bíó, búin að fara að kaupa mér sjúklegan síma, búin að fara í veislu til bestu frænku og bara búin að tjilla og hafa það næs. Já, vá, ég er líka búinn að gera fullt af skemmtilegum hlutum um helgina. Ég er búinn að hvíla mig í botn og búinn að hlusta á geggjaða tónlist.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=