Neistar

4. Ég hugsa um að velja atriðin vel: • Við hvern ætla ég að tala? Á hvaða forsendum? Hvað vakir fyrir mér? • Hvaða orð og stíll eru viðeigandi fyrir hópinn sem ætlar að hlusta á mál mitt? 5. Ég nota spjöld eða blöð og skrifa eitt atriði með skýrum stöfum á hvert spjald – auk stikkorða um dæmi, útskýringar og lykilsetningar. 6. Ég einset mér að vera skýr og set skilaboðin fram í einföldu máli. 7. Ég æfi mig á því að tala út frá spjöldunum og tek tímann. • Kannski þarf að bæta við atriðum eða stytta ræðuna. • Kannski dettur mér eitthvað alveg nýtt í hug sem ég get bætt inn í ræðuna. 8. Ég æfi mig aftur – og aftur – og aftur. Raddbeiting, tjáning og líkamsstaða Tjáning byggir á trausti og sannfæringu. Ef áheyrendur finna fyrir þér og finna að þú hefur áhuga á efninu þá gerast algerir töfrar. Tjáning okkar er líka stútfull af pínulitlum en mikilvægum atriðum sem hafa bein áhrif á það hvernig aðrir skilja okkur. Tónfall og hrynjandi er mjög þýðingarmikill hluti hverrar frásagnar. Þetta finnum við best þegar einhver talar með eintóna röddu. Slíkur ræðuflutningur er mjög óáheyrilegur. Gátlisti og undirbúningur fyrir framsögn Hér á eftir fer ítarlegur gátlisti sem gagnast öllum, bæði vönum og óvönum. Ef framsögn reynist þér almennt auðveld geturðu notað gátlistann til að verða enn skarpari, áræðn- ari og rökfastari. Ef þér finnst hins vegar erfitt að standa fyrir máli þínu fyrir framan aðra getur gátlistinn gert þér kleift að komast yfir versta hjallann þannig að þú getir stigið fyrstu skrefin út úr óttanum. Ef þú nýtir þér aðstoðina sem felst í gátlistanum gætirðu komið þér rækilega á óvart! Undirbúningur Auðvitað getur góður ræðumaður flutt glæsilega ræðu um hvað sem er með litlum undirbúningi. En til að byrja með – á meðan við erum að venj- ast því að tjá okkur – er algert lykilatriði að notast við eitthvað sem við þekkjum vel. 1. Um hvað ætla ég að tala? 2. Hvað veit ég um efnið? • Ég punkta hjá mér allt sem ég veit nú þegar um efnið (og man að í upphafi eru engir punktar heimskulegir eða óþarfir). • Ég afla mér meiri upplýsinga. 3. Ég tek saman öll atriðin sem komin eru á blað og raða þeim niður eftir mikilvægi og gæti að rökréttu samhengi. 13

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=