Neistar

147 8. Lýsingarháttur þátíðar Nú skaltu búa til setningar með sögnunum búa , flytja , ganga , sigla , semja og þora í lýsingarhætti þátíðar. Notaðu hverja hjálparsögn að minnsta kosti einu sinni. 9. Hefur þú … Hvað hefur þú gert eða upplifað, eitthvað – óvenjulegt eða ekki, sem enginn í bekknum veit af? Skrifaðu það í einni málsgrein á miða og hafðu textann í þátíð. Dæmi: Borgarstjórinn heilsaði mér. Ég fór í flúðasiglingu. Gættu þess að enginn sjái miðann (þú mátt líka reyna að breyta skriftinni þinni þannig að hún þekkist síður). Miðunum er nú safnað saman og síðan dregur hver og einn miða (ef þú dregur þinn miða þarftu að skipta við einhvern). Nú þarf að finna eiganda hvers miða. Notaðu lýsingarhátt þátíðar þegar þú spyrð: Ólafur, hefur þú farið í flúðasiglingu? Nanna, var þér heilsað af borgarstjóranum? Þú mátt spyrja tvisvar en hafirðu ekki fundið réttan eiganda þarftu að hvíla og leyfa næsta að taka við. Röðin kemur aftur að þér síðar. Þegar allir hafa fundið eiganda miðanna er leiknum lokið. Borgarstjórinn … Ég … Ég … Ég … Ég fór …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=