Neistar

Lýsingarhátt nútíðar (lh.nt .) notum við iðulega í stað lýsingar- orðs eða nafnorðs og hann endar alltaf á -andi: Hér er grátandi barn. Barnið er hlæjandi . Ef orð sem endar á -andi getur bætt við sig greini, þá er það nafnorð: nemandi – nemandinn, eigandi – eigandinn. Lýsingarhátt þátíðar (lh.þt .) notum við þegar við lýsum því sem einhver varð fyrir og stundum þegar við segjum frá því sem er lokið (þess vegna er hann lýsingarháttur þátíðar ): • Maturinn var borðaður . • Hann var skammaður . • Hún var skömmuð . Tekurðu eftir einhverju sérstöku í þessum setningum? Eru fleiri en ein sögn í hverri þeirra? Það er nefnilega eitt einkenni lh.þt ., hann er myndaður með öðrum sögnum, svokölluðum hjálparsögnum: hafa , vera og verða , geta , eiga og fá . Þær sagnir teljast ekki sem lh.þt . heldur sem framsöguháttur. Ég hef (fh.) smakkað (lh.þt .) hákarl. Hann gat (fh.) farið (lh.þt .) heim. Hún hafði (fh.) lesið (lh.þt .) vel fyrir prófið. Annað sem þú hefur kannski rekið augun í er að sagnorð í fallhætti breytast ekki eftir kyni gerandans, nema sagnorð í lh.þt ., þau eru til í öllum kynjum, báðum tölum og hann má fallbeygja: Hann var skoðaður, hún var skoðuð og það var skoðað. Þeir voru mataðir, þær voru mataðar og þau voru mötuð. Hér er fullt af vel byggðum húsum, hér er líka fjöldi illa byggðra húsa. 146

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=