Neistar

7. Úr einum hætti yfir í annan Breyttu sögnunum sem eru í viðtengingarhætti í framsöguhátt og skoðaðu hvaða áhrif sú breyting hefur á textann. Okkur þykir leitt að tilkynna þér að vegna nauðsynlegra viðgerða á stiganum í sameign fjölbýlishússins Hamrabergi 6 gætir þú orðið fyrir þeim óþægindum að komast annaðhvort ekki heim til þín eða að heiman aðfaranótt 22. apríl. – Við munum leggja okkur fram um lágmarks ónæði á þeim tíma sem viðgerðin stendur yfir en getum ekki ábyrgst að íbúar mæti fullhvíldir til vinnu þann 22. apríl. – Við getum ekki ábyrgst skaða sem gæti hlotist af því ef íbúar reyna að stökkva á milli hæða meðan á viðgerð stendur. – Við biðjumst velvirðingar á þeim truflunum sem viðgerðin kann að hafa á íbúa. Fallhættirnir beygjast ekki eftir persónu, tölu eða tíð og þeir standa í stað fallorða í setningum. Nafnháttur (nh.) er nafn sagnarinnar. Hann er algengur í öllum texta og við notum hann … • í fullyrðingum: Ég er að fara heim. • í spurningum: Viltu borða meiri fisk? • þegar við nefnum athafnir: Þetta heitir að dansa . Ég kann að fara heljarstökk. Með sögn í nafnhætti fylgir oft smáorðið að : Ég er að koma , eigum við ekki að drífa okkur? Það er þó ekki algilt, stundum er ekkert nafnháttarmerki: Viltu koma með? Til að vera viss hvort sögnin sé í nafnhætti má skipta út persónu og ef sögnin helst óbreytt er hún í nafnhætti: • Viltu koma með – vilja þeir koma með? Eru sagnirnar hér allar í nafnhætti? Þeir koma á morgun. Þær ætla að fara annað kvöld. Standa þau ekki alltaf saman? Við viljum líka standa saman. 145 Af hverju ætli viðtengingarháttur sé svona algengur í veðurspám og stjörnuspám? Það gæti skollið á með stórhríð … Við vaxandi tungl ætti félagslíf þitt að aukast til muna …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=