Neistar

Framsöguháttur (fh.) er algengastur og hann notum við þegar við: • fullyrðum: Ég sagði þér það, þú trúir mér bara aldrei. • spyrjum: Hvað segir þú? Trúðir þú þessu? Boðháttur (bh.) hefur þá sérstöðu að hann er aðeins notaður í annarri persónu þegar við … • biðjum um eitthvað: Afi, viltu standa hjá mér? • skipum fyrir: Standið upp! Viðtengingarhátt (vh.) er hægt að nota þegar við látum í ljós … • viðurkenningu: Þótt hún sé gömul er hún góð. • ósk: Gæti ég fengið meira? • skoðun: Mér þætti það ekki verra. • eitthvað skilyrðisbundið: Hann færi ef hann gæti . • eitthvað mögulegt: Íslendingar yrðu hoppandi glaðir ynnu þeir leikinn. • skýringu: Ég vissi að súpan yrði betri með meira salti. Í sumum tilfellum eru sagnir í framsöguhætti og viðtengingarhætti eins en auðvitað er það merkingin sem ræður hvor hátturinn er í setningunni. Til að greina á milli er gott að nota hjálparorðið þótt eða skipta um tíð: Framsöguháttur Viðtengingarháttur Ég segi satt! Ég verð skömmuð þótt ég segi satt (nt.). Ég kallaði í Svein en hann heyrði ekki Sveinn heyrði ekki þó að ég kallaði í hann (þt.). Ég talaði við hana Þótt ég talaði við hana hafði það engin áhrif (þt.). Hver er munurinn á merkingu þessara málsgreina? Mér þykir hvítur ís góður. Mér þætti ísinn betri væri hann hvítur. Fengi ég hvítan ís væri ég sátt. 143

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=