Neistar

Hættir Við notum sagnorð m.a. til að staðhæfa eitthvað, láta í ljós ósk, skipa fyrir og spyrja einhvers: Viltu fara út með ruslið? Þú ferð út með ruslið í leiðinni, er það ekki? Þótt ég biðji þig fallega ferðu ekki út með ruslið, er það? Ég færi út með ruslið fyrir þig fyrir eitt orð! Bara að þú farir út með ruslið, þá er tiltektinni lokið. Förum út með ruslið, þú einn poka og ég annan. Farðu út með ruslið! Af hverju fórstu ekki út með ruslið? Þú færir ekki út með ruslið þótt líf þitt lægi við! Ég fer þá bara út með ruslið! Munurinn á sögninni að fara leynir sér ekki í þessum dæmum, bæði ritháttur og merking og það sem veldur þessum mun eru hættir sagna. Þeir eru sex og skiptast í tvo flokka, persónuhætti og fallhætti. En hvað eru þá þessir hættir og hvenær notum við hvern? Byrjum á að skoða persónuhættina. Persónuhættir beygjast eftir persónum, þ.e. sagnirnar eru persónulegar og breytast eftir persónu, tölu og tíð. 142

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=