Neistar

Áhrifssagnir og áhrifslausar sagnir Það liggur í orðunum hvað átt er við, eða hvað? Áhrifssagnir hafa áhrif – en á hvað? Jú, eins og forsetningar (sem fjallað var um í öðrum kafla) stýra áhrifssagnir falli fallorðanna sem þær standa með , þær hafa þau áhrif að fallorðin standa í aukafalli: Kötturinn veiðir fisk (þf.). Kötturinn kyngir fiskinum (þgf.). Kötturinn saknar fisksins (ef.). Áhrifslausar sagnir hafa ekki þessi áhrif, annað hvort standa þær án fylgiorðs (og segja fulla hugsun) eða þeim fylgir fallorð í nefnifalli: Það snjóar . Ég heiti Guðmundur (nf.). Ég er málari (nf.). Ég verð góður (nf.). Fallorð sem stendur með áhrifssögn kallast andlag. Fallorð sem stendur á eftir áhrifslausri sögn er kallað sagnfylling. 140

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=