Neistar

3. Ópersónulegt ljóð Ópersónulegar sagnir tengjast oft löngun, þrá og skynjun (bæði andlegri og líkamlegri) eins og sést í listanum hér. Semdu nú hugleiðingu eða ljóð þar sem þú segir frá löngunum þínum og þrám í fyrstu persónu. Dæmi : Mig dreymir að allir … Mér finnst að sólin … Mig Mér langa gruna finnast hlýna dreyma svíða (í sárið) leiðast kólna syfja vanta líka þyrsta verkja þykja minna sárna Sumar sagnir geta verið bæði persónulegar og ópersónulegar. Til að greina á milli þarf að skoða merkingu þeirra: Ég minni þig á veisluna á morgun, ekki gleyma að kaupa gjöf. Mig minnir að það sé veisla á morgun. Í fyrra dæminu er verið að minna á veisluna en í því seinna minnir mig (en er ekki viss) að veislan sé á morgun. Og þar greinir á milli. Fyrri sögnin er persónuleg og sú seinni ópersónuleg. Prófaðu að segja þessar setningar og skipta um persónu og tölu, hvaða mun finnurðu eða heyrir? 139 Hvaða sagnorð eiga við um veður? Hjálpist að við að finna sem flest sagnorð og notið orðabækur til að ná sem mestum árangri. Hver þeirra eru ópersónuleg? Hvaða sagnorð finnst þér fallegast? En kuldalegast?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=