Neistar

1. Persóna sagna Finndu persónu sagnorðanna í ljóðinu. MÁTTUR MINNINGA Sverðfiskur syndir um í lófa mínum. Ég legg egg hans í mynd fortíðar. Meðan ég sef skera sverðfiskabörnin holur í hörund mitt. Andardráttur þeirra varð klukka lífsins. Myndin blóðlit. Birgitta Jónsdóttir 2. Hverjar eru ópersónulegu sagnirnar? Finndu eins margar ópersónulegar sagnir og þú getur með því að fletta upp í málfræðihandbók eða á netinu. Þegar þú hefur skoðað listann, skrifaðu þá eina setningu með hverri sögn. Notar þú sagnirnar rétt – stendur fallorðið sem þú notar með sögninni í réttu falli? Í öllum tilfellum? Er einhver sögn sem þú þarft að gæta þín sérstaklega á? Ef svo er skaltu leggja hana á minnið og vera vakandi fyrir því hvernig þú notar hana þegar þú talar og skrifar. Langflestar sagnir eru persónulegar og við notum þær rétt án þess að hugsa okkur um. Það eru hins vegar ópersónulegu sagnirnar sem kalla á að við gætum okkar. Eins og nafnið gefur til kynna virka ópersónulegar sagnir ólíkt þeim persónulegu, þær breytast ekki eftir persónu og tölu, standa með fallorði í þolfalli eða þágufalli og eru alltaf í 3. persónu, eintölu: Með þolfalli 1. persóna: Mig vantar. Okkur vantar. 2. persóna: Þig vantar. Ykkur vantar. 3. persóna: Hann vantar. Þá vantar. Með þágufalli 1. persóna: Mér finnst. Okkur finnst. 2. persóna: Þér finnst. Ykkur finnst. 3. persóna: Henni finnst. Þeim finnst 138

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=