Neistar
12 5. Hlutverkalestur Vinnið fjögur eða fimm saman í hóp. Hafið ljóða- bók, dagblað, tímarit eða skáldsögu við höndina. Hvert ykkar skrifar niður 4–6 orð (eitt á miða) sem lýsir því hvernig á að flytja textann (þið getið verið reið, spennt, hjálparlaus, döpur, feimin, glettin, örvæntingafull, þjáð o.s.frv.). Safnið öllum miðunum saman og látið textann snúa niður. Skiptist á að draga miða og lesið nokkrar línur eins og fyrirmælin á miðanum segja til um. Hinir í hópnum giska síðan á það í hvernig hlutverki hver og einn átti að vera. Ef þeir geta rétt fær sá/sú sem var að lesa að halda spjaldinu sínu. Sá nemandi sem er með flest spjöld á hendi þegar öll hafa verið notuð – vinnur auðvitað! Ertu með liðuga tungu? Til að æfa skýran framburð og viðeigandi talhraða er gott að fara með erfiðar og óþjálar orðarunur, svokallaða tungubrjóta. Veldu þér tungubrjót og þyldu hann eins oft og þú þarft þar til þú getur þulið hann réttan og með eðlilegum áherslum. Þessi svifflugvél er ekki ein af svifflugvélunum í Svifflugvélafélagi Íslands. En þessi svifflugvél er ein af svifflugvélunum í Svifflugvélafélagi Íslands. Það fer að verða verra ferðaveðrið. Petrína prjóna pantaði pakka af pulsum frá Pétri og Páli. Ef Petrína prjóna pantaði pakka af pulsum frá Pétri og Páli, hvar er þá pulsupakkinn sem Petrína prjóna pantaði? Stebbi stóð á ströndu og var að troða strý, strý var ekki troðið, nema Stebbi træði strý. Eintreður Stebbi strý, tvítreður Stebbi strý, þrítreður Stebbi strý … Þríbrotin blýkringla. Frank Zappa í svampfrakka. Grillið glamraði. Kanntu fleiri tungubrjóta sem eru góðir í upphitun fyrir framsögn? Prófaðu að búa til þína eigin tungubrjóta.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=