Neistar

137 Sjáðu t.d. sögnina að vera og hvað hún getur tekið á sig margar myndir: vera er erum ert eruð eru var vorum varst voruð sé séum sért séuð séu væri værum værir væruð væru vertu verið verandi Sagnorð eru kjarni hverrar setningar! Þau lýsa því sem gerist (ég geng) eða gerðist (ég gekk), því sem er eða var og þau geta líka táknað ástand (ég er gangandi). Eins og nærri má geta eru nokkur atriði sem hafa þau áhrif á sagnorð að það getur birst í jafn mörgum myndum og dæmið sýnir. Við skulum skoða nokkur þeirra. Persóna og tala Það er ekki nóg með að sagnorð beygist og breytist eftir því í hvaða tíð það stendur (hún fer/hún fór) heldur skiptir máli hvaða persónu það vísar til og hvort hún er ein eða þær fleiri. Sagnir sem breytast eftir því með hvaða persónu þær standa eða vísa til, kallast persónulegar sagnir og þær taka með sér fallorð í nefnifalli . 1. persóna: Ég fer – við förum. 2. persóna: Þú ferð – þið farið. 3. persóna: Hann/hún/það fer. Þeir/þær/þau fara. Hvað geturðu fundið margar myndir af sagnorðinu lesa?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=