Neistar

136 Hvað segir þessi blaðafyrirsögn okkur? Í sjálfu sér ekki svo mikið. Það er ekki fyrr en sagnorði er bætt í setninguna að merkingin verður skýr. Hrapaði það? Beygði það af leið? Komst það á loft? Sagnorðið skiptir miklu máli fyrir merkinguna! Sagnorð Hefurðu velt því fyrir þér hvað þú gegnir mörgum hlutverkum? Þú ert barn, barnabarn, bróðir eða systir, nú eða einkabarn, unglingur, nemandi, skólafélagi, bekkjarfélagi, vinur og kannski liðsfélagi eða félagi í samtökum og svona mætti lengi telja. Á hverjum degi gegnir þú fjölmörgum og oft ansi ólíkum hlutverkum, eða sýnir þú ekki ömmu þinni og afa aðra framkomu en t.d. besta vini? Þrátt fyrir þessi mörgu og misjöfnu hlutverk ertu samt alltaf þú. Og veistu – þannig er það einmitt líka með sagnorð. Eitt og sama sagnorðið gegnir ótrúlega mörgum hlutverkum í málinu – en samt er það alltaf sama sagnorðið. Málfræði og gryfjur til að forðast Markmið þessa kafla er að þú vitir enn betur hvernig ólíkir orðflokkar virka. Við lítum á sagnorð, beygingareinkenni þeirra og hvaða áhrif þau hafa á merkingu þess sem við segjum og skrifum. Í síðari hluta kaflans beinum við sjónum að málfari og ýmsum atriðum sem hjálpa okkur að vanda málið. 7. kafli Fyrsta asíska Marsfarið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=