Neistar

Að læra að hlusta á sig Virkjaðu sköpunargáfuna. Kauptu litla stílabók sem passar í buxnavasa. Prófaðu að ganga um með hana í nokkra daga, hvert sem þú ferð, og skrifaðu niður allt sem þú tekur eftir og líka allar hugleiðingar sem vakna. Skrifaðu ALLT – ekkert er of ómerkilegt fyrir vasabókina, rétt eins og ef þú værir með myndavél og tækir myndir af öllu áhugaverðu á hverjum degi. Málið er að jafnvel stærstu skáldsögur, sjónvarpsþáttaseríur, kvikmyndabálkar og ljóðabálkar hófust á því að einhver ein manneskja heyrði eina hugmynd, hlustaði á hana, skrifaði hana niður og lét hana svo verða að veruleika: Hvernig væri að skrifa sögu um stelpu sem er með skæri í staðinn fyrir hendur? Og gera jafnvel kvikmynd um hana? Hvernig væri að skrifa kvikmyndahandrit um strák sem býr til vél sem getur framleitt mat en óvart fer hún upp í himin- hvolfið og það veldur því að allt í einu fer að rigna alls konar mat? Er ekki bara málið að sama hversu biluð, klikkuð, langsótt, fríkuð, ómöguleg, ólíkleg eða ævintýraleg hugmyndin mín er þá get ég samt búið til magnað verk úr henni, ef ég bara hef trú á henni og held mig við efnið í mánuð eða hálft ár eða eitt ár eða tvö ár og skrifa og endurmet og skrifa og fæ yfirlestur og skrifa og laga og fullkomna? Jú, það er einmitt málið. 133

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=