Neistar

132 Ólík málsnið, ólíkar kynslóðir Nýir miðlar kalla á nýjar raddir og nýjar nálganir. Tveir kornungir áhugamenn um bókmenntir og tölvutækni tóku sig til og splæstu saman þessum ólíku sviðum. Útkoman var Twitterature (blanda af orðunum ‚literature‘ og ‚Twitter‘) þar sem margar perlur heimsbók- menntanna eru „endursagðar“ í knöppu formi Twitter-skilaboða með húmorinn að leiðarljósi. Reglan er sú að endursegja verður bókina í færri en tuttugu tístum. Verkefnið hófst sem gamansamt verkefni á netinu en endaði á því að hið virta útgáfufyrirtæki Pengu- in gaf afraksturinn út á bókarformi. Hvað finnst þér um þessa nálgun? Er hún jákvæð eða neikvæð í garð bókmenntanna? Er hægt að meðhöndla íslenskar og þekktar skáldsögur með þessum hætti? En kvikmyndir? 13. Stórar kvikmyndir eru litlar hugmyndir Twitterature snýst um að sjóða sögur niður í samtals 140 stafi eða tákn en auðvitað er hægt að sjóða enn meira niður! Getur þú sett saman þínar eigin örstuttu útgáfur af skáldsögum eða bíómyndum sem þú þekkir vel? Prófaðu eins og gert er hér fyrir neðan – og berðu þig saman við bekkjarfélagana. Stutta útgáfan af Titanic Skip sekkur. Stutta útgáfan af Íslendingasögunum Bændur flugust á. Stutta útgáfan af Hringadróttinssögu Hobbiti fer með hring í ruslið. Stysta draugasaga í heimi Palli var einn í heiminum. Þá var bankað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=