Neistar
128 Að skrifa sögu Það er ekki til ein ákveðin uppskrift að góðri sögu. Þeir sem segja eða skrifa sögur hafa hver sína aðferð. Sumir undirbúa sig vel og leggjast í rannsóknir á málefnum sem tengjast söguefninu á meðan aðrir byrja einfaldlega að skrifa og skrifa og leyfa því að koma í ljós hvert penninn eða tölvan eða ritvél- in leiðir söguna. Sumir sem skrifa sögu setja fyrst niður fyrir sér ákveðin atriði, s.s. hvernig aðalpersónan er, grófa atburða- rás og jafnvel endalokin á sögunni. Þeir sem rannsaka bókmenntir, kvikmyndir og sagnagerð hafa samt fyrir lifandis löngu komið auga á vissa þætti sem virðast fullkomna góða sögu. Andrew Stanton er virtur hand- ritshöfundur teiknimynda sem skrifaði m.a. Toy Story, A Bug’s Life, Monsters, Inc., Finding Nemo og WALL-E . Þetta hafði hann að segja um sagnagerð frá sjónarhóli áhorfandans: Láttu mig finna til með þér Sagan þarf að höfða til samúðar áhorfenda. Í upphafi er litla ljóta andarunganum hafnað af systkinum sínum og Dórótea er aðskilin frá fjölskyldu sinni í Galdrakarlinum í Oz . Taktu mig með þér Í kjarna hverrar sögu liggur loforð – vegferð, ráðgáta, vandamál – sem lokkar áhorfendur og gerir að verkum að það er þessi virði að hlusta á söguna. Litli ljóti andarunginn ákveður að hætta sér út í heiminn og í Hringadróttinssögu leggur Fróði af stað í leiðangur sinn. Vertu fylgin(n) þér Söguhetjur verða að búa yfir innri hvata sem dregur þá í átt að æðra takmarki sem þeir reyna stöðugt að nálgast. Litli ljóti andarunginn leitar að eigin sjálfsmynd og samþykki frá jafningjum sínum, á meðan Maximus í Gladiator leitar hefnda gagnvart þeim sem myrtu fjölskyldu hans.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=