Neistar

11 Kúnstin við framsögn Það er ekki nóg að vera með góðan texta til að ná til áheyrenda, það þarf líka að huga að því hvernig hann er fluttur. Hér eru nokkur góð ráð: • Liðka talfærin með tunguæfingum og tungubrjótum. • Skola munninn með vatni (sykraðir drykkir gera mig þvoglumælta(n)). • Standa bein(n) í baki. • Anda nokkrum sinnum djúpt áður en ég byrja – það er ótrúlega slakandi! • Ekki byrja að tala fyrr en ég hef náð athygli allra. • Tala skýrt: vanda framburð, gæta að eðli- legum talhraða og áherslum. • Nota þagnir, bæði til að anda og til áherslu. 2. Ljóðalestur Gríptu ljóðabók og finndu tvö ljóð, annað hefð- bundið og hitt frjálst. Lestu þau fyrst í hljóði og pældu í því hvort þeirra er auðveldara að lesa – og af hverju þér finnst það. Hvaða áhrif hefur rímið á ljóðið og flutninginn? En ljóðstafirnir? Er líka að finna stuðla, höfuðstafi eða einkennandi hrynjandi í frjálsa ljóðinu? Hvort áttu auðveldara með að túlka texta ljóðsins og lifa þig inn í hann í hefðbundna eða frjálsa ljóðinu? Lestu svo bæði ljóðin upphátt, fyrst fyrir sjálfa(n) þig og síðan fyrir bekkjarfélaga. 3. Mínútumas Hver nemandi skrifar umræðuefni á miða og set- ur í pott. Gott er að notast við einfaldar hugmynd- ir, t.d. dýrategundir, heimilistæki eða bíómyndir. Einn nemandi í einu fer upp að töflu, velur sér miða og fær eina mínútu til að tala. Markmiðið er einfalt: Að tala jafnt og þétt þangað til tíminn er útrunninn! Ekki er gerð krafa um að vera skýr, rökföst/fastur eða sannfærandi. Hjálparleiðir inn í mínútumasið geta verið af ýmsum toga og bekkurinn getur líka búið sjálfur til eigin hjálparleiðir: „Fyrst þegar ég heyrði um [umræðuefni, t.d. einhyrninga] hugsaði ég með mér … “ „Ef það er eitthvað sem ég hef aldrei þolað þá eru það [umræðuefni, t.d. mygluð epli]. Ástæðan er sú að … “ 4. Tveggja mínútnamas (með snúningi) Í þessu verkefni tekurðu sama viðfangsefni og þú dróst í mínútumasinu, undirbýrð þig heima og flytur tveggja mínútna mas (ræðu).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=