Neistar
127 100 orða örsaga Nemendur í ritlist við Háskóla Íslands gáfu út Jólabók Blekfjelagsins , örlítið kver með einum texta fyrir hvern dag desembermánaðar, árið 2012. Hver texti varð að vera 100 orð, hvorki meira né minna, og hér er einn þeirra: 8. desember Við erum nefnilega snjókorn, sagði hún, hvert orð gufuský sem liðaðist út á milli kaldra varanna. Við fæðumst einstök, ekkert okkar eins. Við svífum um í tómarúmi uns við föllum til jarðar og sameinumst, öll í eitt mannkyn. Þegar við bráðnum gufum við upp og hverfum aftur til himins, einungis til að frjósa sem allt önnur snjókorn en samt ennþá við, ennþá sama vatnið. Hringrás lífsins, skilurðu? Endur- holdgun. Hvað með þau sem lenda í sjónum? spurði hann efins. Eða bráðna áður en þau ná að tengjast öðrum? Fóstureyðingar, svaraði hún og fangaði snjókorn með tungunni. Það bragðaðist eins og fjöður. Æsa Strand Viðarsdóttir 7. Dagatal bekkjarins Nú skuluð þið gera dagatal bekkjarins þar sem hvert ykk- ar skrifar 100 orða texta. Textunum er síðan safnað saman og einn texti lesinn upp á dag þar til þeir hafa allir verið lesnir.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=