Neistar

126 5. Hversdagshetja 1. „Einhverra hluta vegna er ég alltaf á réttum stað á réttum tíma.“ Ef fyrsta línan er eins og fyrstu kynni – hvaða álit hefurðu á sögumanni eftir að þú lest fyrstu línuna? 2. Sögumaðurinn er mjög ýktur í frásögn sinni og áliti á sjálfum sér. Er skýr stígandi í þessu – verður hann alltaf ýktari og ýktari? Hver er ýktasta og ótrúlegasta fullyrðingin frá honum? 3. Þú ert sönn hversdagshetja. Segðu frá degi í lífi þínu í viðtals- eða dagbókarformi. 4. Hvað finnst þér um síðustu línuna í sögunni? Hvaða áhrif hefur hún á heildina? Hvernig hefði sagan getað endað öðruvísi? 6. Botnaðu örsöguna Textinn sem hér fylgir er rúmur helmingur af ör- sögu eftir Guðmund Óskarsson. Hvert heldur þú að sagan leiði og hvernig heldur þú að hún endi? Sagan er samtals fjórtán línur og þú hefur átta línur til umráða til að ljúka sögunni. Berðu útgáfuna þína saman við útgáfur bekkjarfélaganna. Ábyrgð Ekki halda áfram. Hún heldur illa jafnvægi, telpan á brúarhandriðinu. Krakkarnir hvetja hana en hún heldur ekki vel jafnvæginu og er orðin óstyrk í hnjánum af ótta. Ekki halda áfram! Æskan ræður ríkjum þarna á brúnni og krakkarnir hvetja hana áfram eftir handriðinu; hlakka svo mikið til að fagna henni á hinum bakkanum að þau greina ekki óttann, jafnvel þótt hún fálmi með höndunum út frá sér eftir stuðningi og sé eiginlega hætt að nálgast endamarkið. Ekki halda áfram! Á þriðja skrefi héðan mun hún renna til. Umræður 1. Berið sögumennina úr þessum þremur sögum saman. Hver er munurinn á þeim? Hver er t.d. formlegastur, fyndnastur, mest spennandi og svo framvegis? 2. Skoðið sjónarhorn sögumannanna. Hvernig myndu frásagnirnar breytast ef sjónarhornið væri annað – ef sagan „Eina stjörnubjarta nótt“ væri t.d. ekki sögð frá sjónarhorni Röskvu og Elísar heldur sögð af sögumanni í þriðju persónu? Og ef sagan „Hversdags- hetja“ væri sögð af maka hetjunnar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=