Neistar

123 Kitlandi byrjun á sögu Hvernig kveikirðu áhuga lesenda á sögunni sem þú ert að skrifa? Til eru ótal leiðir; sumir fara hófstillta leið og byrja söguna einfaldlega látlaust en aðrir varpa fram einhverju alveg óvæntu. Skoðum dæmi: Í dag sá ég spörfugl ákveða að deyja. (Guðmundur Óskarsson, úr smásögunni „Niðurstaða“). Nafnið hafði pabbi hennar, Lenni sem elskaði mjúk og loðin dýr, valið henni löngu áður en hún fæddist. (Vigdís Grímsdóttir, úr skáldsögunni Frá ljósi til ljóss ). Fyrri byrjunin er kitlandi af fremur augljósum ástæðum – vegna þess að höfundur lýsir aðstæðum sem eru frekar ótrúlegar og láta okkur sperra eyrun. Seinni byrjunin er minna augljós – hún er kitlandi vegna þess að það er eins og vanti framan á textann, hann byrjar eins og við eigum að vita meira en við vitum, t.d. með því að nota orðið „hennar“ strax í upphafi. „Hver er þessi „hún“ sem höfundur er að vísa til?“ hugsa lesendur ósjálfrátt. 4. Upphafið Skrifaðu grípandi upphaf smásögu um: • ungan mann sem lendir í bílslysi • vináttu aldraðrar konu og unglings • ógæfusaman einstakling • fólk sem bjargast úr hrakningum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=