Neistar
122 3. Eina stjörnubjarta nótt 1. Á hvaða hátt er sögumaðurinn í þessari sögu ólíkur sögumanninum í fyrri sögunni? 2. Á einum stað notar sögumaður aðra persónu til að ávarpa lesandann. Hvaða áhrif hefur þetta? 3. Það skiptir mjög miklu máli fyrir tón og áferð textans hvernig orðin eru notuð. Á einum stað segir t.d. „Ég geng eftir mjóa malarstígnum.“ Með því að nota ákveðinn greini vísar höfundur í tiltekinn stíg, sem bæði hann og lesandi virðast eiga að þekkja. Finndu t.d. muninn á því ef þarna stæði: „Ég geng eftir mjóum malarstíg.“ 4. Persónur sögunnar heita fremur sérkennilegum nöfnum, Röskva og Elís. Er einhver merking fólgin í nöfnunum? Eiga þessi nöfn sér vísanir í menningarsöguna? 5. Hvaða loforð braut Elís? Er eitthvað í textanum sem útskýrir það fyrir víst, eða ekki? 6. Ímyndaðu þér að þessir tveir textar (einn frá Elís og einn frá Röskvu) séu eins konar inngangur að stórri skáldsögu. Hvernig hefst fyrsti kaflinn? Hver segir söguna? 7. Sagan heitir „Eina stjörnubjarta nótt“. Hvaða aðra titla gæti hún borið? 8. Hvert er sögusvið sögunnar? Eru vísbendingar um það? 9. Á hvaða árstíma gerist sagan? Finndu vísbendingar sem hjálpa þér að fá það á hreint. Umræður Berið saman þessar tvær smásögur. Í fyrri sögunni er augljóslega fjallað um eldri konu og þegar við lesum síðari söguna gerum við ráð fyrir að hún fjalli um unga stelpu og ungan strák. En gerir hún það? Skoðaðu textann aftur. • Er eitthvað sérstakt sem segir að Elís og Röskva séu ung að árum? • Drögum við þá ályktun vegna þess að við vitum að höfundurinn er í yngri kantinum? • Hvað segir þetta okkur? • Lesum við texta á annan hátt eftir því hver höfundurinn er og því sem við vitum um hann? Nú eru þetta tvær sögur úr ólíkum áttum. Síðari sagan beitir kunnuglegu bragði, sem er að færa sjónarhornið á milli einstaklinga. Þannig verður lesandinn í lykilstöðu á milli þeirra, hann veit ýmislegt sem strákurinn veit ekki um stelpuna og sömuleiðis veit hann margt um stelpuna sem strákurinn hefur ekki hugmynd um. Þannig myndast spenna hjá lesandanum sem hljóðar svona: „Munu þau ná saman?“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=