Neistar
Ég lagði af stað með þá hugsun í huga að núna væri þetta búið. Hann hafði svikið mig og mér fannst ég ekki geta treyst honum lengur. Hann eyðilagði allt sem við höfðum byggt upp. En ég hef skipt um skoðun smátt og smátt og hef núna fyrirgefið honum. Það var jú hann sjálfur sem kom til mín og sagði þetta hreinskilið út. Hann sá virkilega eftir þessu, það heyrðist. Ég er alveg að koma, ég hlakka til að sjá hann. Ég sparka í stein, annars hugar. Þarna aðeins lengra eru trén sem umlykja engið. Framhjá þeim og þá er ég komin. Ég stoppa aðeins hjá trjánum og dreg djúpt and- ann. Svo geng ég inn á engið. Í fyrstu sé ég hann ekki, en svo kem ég auga á hann, upp við tré, sitj- andi með hendurnar yfir andlitinu. Hann lítur uppgefinn út, ætli hann sé búinn að bíða þarna lengi? Ég veit ekki hvað ég á að gera, hann hefur ekki ennþá tekið eftir mér. Ég ný saman kuldabláum höndunum og geng hikandi að honum. Það er ekki fyrr en ég er komin alveg að honum að hann lítur upp. Hann stendur hægt á fætur en segir ekkert, bíður eftir því að ég byrji, sýni viðbrögð mín, sýni hvernig mér líður. Eftir stutta þögn fleygi ég mér á hann og faðma hann að mér, eins fast og ég get. Honum bregður en faðmar mig svo fast til baka. Aldrei ætla ég að sleppa honum aftur. Aldrei, aldrei, aldrei. Diljá Guðmundsdóttir (15 ára) 121
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=