Neistar
Eina stjörnubjarta nótt Ég sit og horfi á stjörnubjartan himininn. Ég trúi því ekki að það sé varla liðin vika síðan við Röskva lágum hér síðast og töldum stjörnurnar, leituðum að stjörnumerkjum. Síðustu dagar hafa liðið óendanlega hægt og ég hef ekki talað við hana nema í gegnum síma. Hún er mér enn reið. Mér brá eilítið þegar hún sagðist vilja hitta mig til að tala um þetta, þar sem hún hafði varla viljað tala við mig undanfarið. Ég stend upp, eirðarleysið gerir vart við sig. Ég skima um eftir Röskvu en hún er hvergi sjáanleg. Það kom mér svo sem ekki á óvart að hún vildi hitta mig hér. Þetta er staðurinn okkar. Hér eyddum við bróðurpartinum af sumrinu, hér áttum við fyrsta kossinn okkar. Þetta er nægilega langt frá bænum til að við heyrum ekkert í bílum eða öðru og hingað kemur nánast enginn. Ég lygni aftur augunum og hlusta á lækjarniðinn, anda djúpt og reyni að róa mig niður. Ég neita því ekki að ég er stressaður. Ég hef ekki hug- mynd um hvað hún vill segja eða hvort reiði hennar gagnvart mér hafi eitthvað dofnað. Þessi staður er einn sá fallegasti sem þú getur hugsað þér, skrýtið að það viti ekki fleiri af honum. Stórt engi inni í miðjum skógi, fyllt skær- grænu grasi og fallegum blómum. Í gegnum mitt engið rennur lækur, hreinn og tær. Undir venjulegum kringumstæðum yrði ég myrkfælinn þegar svona langt er liðið fram á kvöld en hér, hér verður maður aldrei hræddur. Röskva er enn ekki komin. Kannski gleymdi hún mér. Eða kannski hætti hún við, kannski vill hún ekki tala við mig. Kannski hatar hún mig. Ekki yrði ég hissa. Ég sveik hana, ég geri mér grein fyrir því. Ég braut loforð. En það var óvart! Ég ætlaði aldrei … Ég dæsi og sest niður með hendurnar fyrir andlitinu. Ég eyðilagði allt. *** Ég geng eftir mjóa malarstígnum. Ég veit ég er sein. Ég fékk bakþanka og vildi ekki fara en ákvað á síðustu stundu að það væri of seint að hætta við núna. Ég er búin að ákveða að vera ekki reið við Elís lengur. Í fyrstu varð ég alveg brjáluð. Við höfðum bæði haft mikið fyrir því að koma honum úr undirheimunum, í burtu frá öllu þessu rugli. Hann var algerlega hættur og ég hafði verið svo bjartsýn að halda að núna gætum við bara hætt að hugsa út í það og farið að snúa okkur að öðru. Er sögumaður strákur eða stelpa? Hver er þín fyrsta hugmynd? Af hverju? Hvaða áhrif hefur titillinn á lestur sögunnar? Hingað til höfum við ekkert vitað um hvar sögumaður er staðsettur en núna kemur falleg lýsing á því. Hvað á sögumaður við með „undirheimar“? 120
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=