Neistar

10 Að æfa flutninginn Finnst þér mikið mál að flytja texta fyrir framan bekkinn? Það er alveg skiljanlegt. En að sama skapi er mikilvægt að komast yfir þann hjalla og skilja (með því að prófa) að það er allt í lagi þó slíkt verkefni takist ekki fullkomlega. Ef þú ætlar að æfa þig heima er gott að fara inn í herbergi og spila jafnvel tónlist á meðan þú flytur ræðuna af blaði. • Ertu feimin(n) við textann? Prófaðu að flytja hann með mjög ýktri röddu, t.d. eins og gömul kona, íþróttafréttaþulur eða eins og skrækur trúður. • Í skólastofunni er gott að æfa framsögnina í þriggja til fjögurra manna hópum. Á meðan ég flyt textann 1. Tala ég skýrt og rólega. 2. Treysti ég á eigin vitneskju og undirbúning. 3. Horfi ég yfir hópinn og næ augnsambandi við áhorfendur. Gott er að finna vinsamlegt andlit í salnum; einhvern sem ég þekki eða einhvern sem virkar jákvæður og opinn. 4. Nota ég líkamstjáningu og svipbrigði til að leggja áherslu á mál mitt. 5. Man ég að lesa ekki textann heldur tala einfaldlega til áhorfenda. 6. Huga ég að tónfalli og hrynjandi og gæti þess að verða ekki eintóna. Að flutningi loknum 1. Hlusta ég á viðbrögð áhorfenda og kennara. 2. Legg ég bæði jákvæðar og neikvæðar athugasemdir á minnið og rifja þær upp næst þegar ég undirbý framsögn. 3. Fer ég að lokum yfir undirbúninginn og flutninginn. Fylgdi ég öllum ráðunum? Hvað gagnaðist mér vel? Hvað vil ég gera öðruvísi næst? 1. Lestrarprufur, langar og mjóar, hægar og hljóðar Oft er best að framkvæma til að skilja. Veldu þér texta að eigin vali, a.m.k. tíu línur að lengd. Textinn getur t.d. komið úr kennslu- bók, úr dagblaði eða úr öðrum gögnum sem eru tiltæk í kennslustofunni. Með hvaða ýktu áherslum ætlar þú að lesa þinn texta fyrir bekkinn í þessari fyrstu æfingu? Veldu úr listanum. • eintóna • hægt • hratt • skrækt • með áherslu á annað atkvæði hvers orðs • með áherslu á skrýtið orð í setningunni • setja ‘a’ í staðinn fyrir alla hina sérhljóðana • setja ‘ö’ í staðinn fyrir alla hina sérhljóðana • eins og ýktur fornmaður (segja ‘ek varr at fara’ í stað ‘ég var að fara’) • með dönskum hreim • með tölvurödd

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=