Neistar

116 Mikið hefur verið rætt og ritað um ólík bókmenntaform, þar á meðal smásögur. Smásögur lúta sínum eigin lögmálum og þær verða seint settar á einn bás, endanlega og um alla tíð. Vísindavefurinn er ágætis heimild og þar er reynt að útskýra hugtakið smásaga svona: Smásaga er skálduð frásögn, styttri en skáldsaga. Lengd smásagna getur þó verið allt frá einni eða nokkrum síðum upp í um eða yfir hundrað síður. Um mjög stutta texta sem geta staðið sjálfstæðir er þó stundum notað hugtakið örsaga og að sama skapi er stundum notað hugtakið nóvella um smásögur sem eru frekar langar. Á íslensku hafa nóvellur einnig verið nefndar miðsögur sem eru þá sögur mitt á milli smásagna og skáldsagna. Smásögur eru ekki stuttar skáldsögur, ekki frekar en stuttmyndir eru stuttar bíómyndir eða andlitsteikning er lítið málverk. Smásögur geta bæði verið kraftmiklar, áhrifaríkar og skemmtilegar – og svo er maður líka fljótur að lesa þær! Allir miðlar eiga nefnilega sín sérkenni. Smásögur – meira en augað nemur Markmiðið með þessum kafla er að þú fáir enn betri skilning á því hversu margslunginn bókmenntatexti er og sjáir með eigin augum hvers ungt fólk er megnugt þegar það stingur niður penna. Í kaflanum beinist athyglin einkum að smásagnaforminu. 6. kafli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=