Neistar
Rökfærslugrein – til að skapa umræður Í dagblöðum og tímaritum er að finna greinar sem lýsa skoðunum á ákveðnu máli eða eru svör við slíkum greinum og kallast þær rökfærslugreinar. Þær eru gjarnan uppbyggðar á svipaðan hátt og fræðigreinar með fyrirsögn, inngangi þar sem þú kynnir afstöðu þína, meginmáli sem inniheldur meðal annars rök og jafnvel dæmi til að styðja mál þitt og að endingu lokaorðum þar sem niðurstaðan er dregin saman í stuttu máli. Hver sem er getur sent inn grein í dagblöð og þær falla oft undir innsendar greinar eða bréf til blaðsins. Ekki er gerð krafa um að greinar af þessu tagi, sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar og umræðu, falli undir ákveðnar reglur um uppsetningu. Fyrirlestur Fyrirlestur er ekki ósvipaður grein – nema hann er fluttur munnlega. Hann þarf að undirbúa og fyrsta skref er að gera handrit. Textinn þarf að vera einfaldari en grein og falla vel að talmáli, annars er hætta á að áheyrendur missi athyglina og nái ekki innihaldi hans. Fyrirlestur getur verið mjög myndrænn, hægt er að hafa fjölda mynda, töflur og gröf til að útskýra málið enn frekar. Sem fyrirlesari getur þú valið úr fjölmörgum leiðum til að gera fyrirlesturinn áhugaverðan, spennandi og auðvitað upplýsandi. Þú getur t.d. teiknað og skrifað punkta á töflu, þú getur notað glærusýningu eða jafnvel notað ljósmyndir og myndbönd. Framsetningin skiptir ekki minna máli en textinn, hvernig fyrirles- arinn stendur, hvaða líkamstjáningu og svipbrigðum hann beitir, tónhæð hans og raddbeiting, talhlé og áherslur. Síðast en ekki síst er mikilvægt að áheyrendur fái á tilfinningu að þeir séu að hlusta á manneskju að tala en ekki vél. Mikilvægt er að gera sér ávallt grein fyrir því að heimildaritun mark- ast af skoðunum og reynslu þess sem ritar. Miklu máli skiptir að vega og meta heimildir og gögn með gagnrýnum augum. 113
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=