Neistar

112 Heimildaritun er alls konar Grein Grein kynnir efni eða mál fyrir lesendum. Greinar er að finna í dagblöðum, tímaritum, alfræðiritum og bókum. Til eru ólíkar tegundir greina, t.d. • fréttaskýringar sem segja frá atburðum, • fræðigreinar þar sem fjallað er um ákveðin málefni, • umræður um málefni líðandi stundar. Fréttagrein Fréttagreinar eru drjúgur hluti dagblaða. Þær eru skrifaðar á annan hátt en t.d. fræðigreinar og rökfærslugreinar. • Efst er lýsandi og/eða grípandi fyrirsögn. • Þar á eftir kemur stundum undirfyrirsögn þar sem helstu atriði fréttarinnar eru útlistuð í fáum orðum. • Því næst kemur fréttin sjálf og efnisatriði hennar (hver, hvar, hvenær, hvernig, hvers vegna). Fræðigrein Fræðigrein er skrifuð af einstaklingi sem hefur menntun í tilteknu fagi og hún fjallar um afmarkað viðfangsefni. Sumar fræðigrein- ar eru fyrst og fremst upplýsingar eða kynning á ákveðnu efni úr fræðaheiminum. Aðrar snúast um að þoka þekkingarleitinni áfram, setja fram kenningar og stuðla að fræðilegri umræðu og dýpri skilningi á viðkomandi efni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=