Neistar

111 Ég tel að mér finnist að mig langi til að skoða … Í heimildaritun ætti að forðast að fylla textann af alls kyns fyrirvörum sem draga verulega úr boðskap hans. Hér eru nokkrir algengir fyrirvarar sem ágætt er að muna að nota í lágmarki: Mér finnst að … Að mínu mati … Að mínu viti … Því mætti halda fram að … Telja mætti að … Segja má að … Ef svo má að orði komast … Ef þannig mætti komast að orði … Hafa ber í huga að … Persónulega finnst mér … Þegar þú setur fram þínar eigin hugleiðingar í ritgerð er sjálfsagt að láta ekki eins og þú vitir alla skapaða hluti. En það dregur úr krafti ritgerðar- innar ef þú setur oft fram fyrirvara. Mundu að öll ritgerðin er í raun eitt risastórt „Mér finnst … “ Prófum að setja þetta upp í alvöru dæmi: Því mætti halda fram að mér fyndist að bókin Kveikjur eftir Davíð Stefánsson og Sigrúnu Valdimarsdóttur væri, ef svo mætti að orði komast, alveg hreint ágætlega skrifuð, þannig séð, þegar allt er tekið saman, sérstaklega ef miðað er við almenn gæði námsbóka. Lesandinn heldur á ritsmíðinni og er spenntur að heyra þína rödd; fá á hreint hvað þér finnst um málefnið. Þegar hann les fyrirvarana hljómar það eins og þú sért ekki alveg sannfærð(ur). Rödd þín verður veikari og ótrúverðugri og þar með er grafið undan málflutningi þínum. 7. Titill – Heiti Þegar þú grípur bók úr hillu, lest frétt í blaðinu eða skoðar bíóauglýsingar – hvað er það fyrsta sem þú rekur augun í? Líklega titillinn, fyrirsögn- in, heitið, er það ekki? Sömu lögmál gilda þegar þú finnur titil á fræði- greinina þína eða ritgerðina – titillinn þarf að vera grípandi og vekja upp forvitni. Margir aðrir en höfundar og blaðamenn nýta sér þetta. Hér eru nokkur heiti á fyrirtækjum. Sum lýsa vel því sem fyrirtækið stendur fyrir á meðan önnur eru torskilin og ógagnsæ. Adam Fagmaðurinn Fimm fiskar Garðarshólmi Garðálfarnir Hafið Hamraborg Hárbeitt Langabúð Lindin Pétursbúð Skipt í miðju Smart Stokkar og steinar Trétak hf. Nú skaltu finna heiti á nokkur fyrirtæki þar sem nafnið gefur til kynna hvaða starfsemi fer fram í fyrirtækinu, án þess þó að segja það berum orðum. Fyrirtækin sem vantar heiti eru: Gælu- dýraverslun, matsölustaður, fiskbúð, bifreiðaverk- stæði, snyrtistofa, hjólaverslun og blómabúð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=