Neistar

110 Undirbúningur fyrir ritun 1. Um hvað ætla ég að skrifa? 2. Á ritsmíðin að vera: a. skemmtun? b. fræðsla? c. ádeila? 3. Hvað veit ég um efnið? • Ég punkta hjá mér allt sem ég veit nú þegar um efnið. • Ég geri einfaldan lista með stikkorðum eða geri hugarkort. 4. Ég afla mér meiri upplýsinga. • Ég les nokkrar heimildir og vel úr þeim það sem ég vil nota. • Ég skrifa niður allar staðreyndir sem ég vil að komi fram. 5. Ég tek saman öll atriðin, horfi vel yfir punktana og raða þeim niður í gott sam- hengi. Til hvaða hóps ætla ég að skrifa? Á hvaða forsendum? Hvað vakir fyrir mér? Vil ég hjálpa lesandanum, stríða honum eða vekja hann til umhugsunar? Hvaða orð og stíll eru viðeigandi fyrir hópinn sem mun lesa skrif mín? Ég einset mér að vera skýr og set skilaboðin fram á ein- földu máli. Vinnubrögð meðan á ritun stendur Með því að temja þér vinnubrögð eins og þau hér fyrir neðan geturðu þjálfað þig í að verða mjög fær textahöfundur. 1. Gerðu uppkast út frá hugmyndavinnunni hér að framan. 2. Hafðu punktana við höndina á meðan þú skrifar og notaðu þá. 3. Gefðu hugsunum þínum gaum á meðan þú skrifar og skráðu jafnóðum niður nýjar hugmyndir. 4. Lestu textann upphátt þegar uppkastið er tilbúið – er vit í honum? Ef þú hikar í upp- lestrinum er líklega eitthvað í honum sem er of flókið eða ekki nógu vel orðað. 5. Lagaðu það sem þarf að laga. 6. Farðu í lokin yfir málfræði og stafsetningu: a. Notar þú fjölbreytt orðaval og viðeig- andi málsnið? b. Byrjar þú setningar á ólíkum orðum? c. Eru setningarnar stuttar og skýrar? Vekja þær áhuga lesandans? d. Skilurðu öll orðasambönd sem þú notar og notar þú þau rétt? e. Segir þú frá í sömu tíð í öllum textanum? f. Er stafsetningin rétt? g. Notarðu greinarmerki á réttum stöðum? 7. Fáðu einhvern til að lesa textann yfir og koma með athugasemdir. 8. Lagfærðu það sem þér finnst þurfa út frá athugasemdum. 9. Gættu vel að lokafrágangi og skilaðu af þér snyrtilegu verkefni. 10. Farðu vel yfir athugasemdir kennara þegar þú færð verkefnið aftur í hendur. 11. Geymdu verkefnið og skoðaðu það ásamt athugasemdum kennara þegar þú gerir annað verkefni af svipuðum toga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=