Neistar
109 Meginmál Í meginmáli er fjallað um efni ritsmíðar í samfelldu máli og þar er skrif- að eftir heimildum. Nú kemur í ljós hversu vel undirbúningsvinnan var unnin. Kaflaheitið Meginmál á aldrei að nota og veljir þú að hafa kaflaheiti eiga þau að vera lýsandi fyrir efni kaflans. Meginmáli er skipt í kafla (efnisgreinar) eftir umfjöllunarefni, það auðveldar lesandanum lesturinn og þú þarft aðeins að hugsa um einn kafla í einu þegar þú skrifar. Gott er að hefja kaflann á einni til tveimur málsgreinum sem lýsa innihaldi hans. Því næst segir þú ítarlegar frá því í kaflanum. Gættu vel að því að kaflarnir þurfa að tengjast. Raðaðu þeim þannig að þeir myndi eðlilegt samhengi. Í meginmáli þarf að svara þeim spurningum sem varpað var fram í inngangi og/eða útskýra og rökstyðja fullyrðingar og staðreyndir sem þar komu fram. Veldu vel það sem þú skrifar. Reyndu að fara ekki út fyrir efnið eða fjalla um mikið af smáatriðum. Gættu að því að nota heimildir á gagnrýninn hátt. Lokaorð Í lokaorðum tekur þú saman helstu atriði meginmáls í örstuttan útdrátt. Ef þú settir fram spurningar í inngangi þarf að svara þeim hér. Í lokaorð- um gefst þér jafnframt tækifæri til að koma á framfæri skoðunum þínum og hugmyndum um efnið, þ.e. segja frá því hvað þér finnst um efnið og niðurstöður heimildavinnunnar. Þú getur bent á aðrar mögulegar niður- stöður, tengt efnið við daglegt líf, eigin reynslu og fleira í þessum dúr. Frasar sem stranglega bannað er að nota „Það var skemmtilegt að vinna þetta verkefni og ég lærði mikið …“ Vandaðu þig við lokaorðin, þau eru eins og eftir- réttur og hann verður að standast væntingar eftir góðan aðalrétt.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=