Neistar
108 Saga eða dæmi Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði ekki aðeins mikil áhrif á Íslandi heldur um alla Evrópu þar sem ekki var hægt að fljúga vegna öskufalls. A.m.k. eitt dauðsfall er rakið óbeint til eldgossins, en norskur maður lést þar sem ekki tókst að fljúga með hann á sjúkrahús. Þess í stað þurfti að flytja hann með bát langa leið, sem tók mun lengri tíma en flugið hefði tekið og því fór sem fór. Upphaf á borð við þetta vísar í þau miklu áhrif sem eldgosið hafði á flugsamgöngur og því má ætla að í meginmáli verði fjallað um það með einhverjum hætti, t.d. með tilteknum rannsóknarspurningum: • Spurning Hvernig getur eldgos á eyju lengst út í Atlantshafi haft áhrif á milljónir manna? Ef spurningu er varpað fram í inngangi þarf að sjálfsögðu að svara henni í meginmáli. 6. Gíraffar Veldu eitt atriði af listanum hér og skrifaðu tvo ólíka innganga um það: • gíraffar • geimferðir fyrir almenning • jólasveinar • mannslíkaminn • Ólympíuleikar
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=