Neistar
107 Báðar staðreyndirnar opna á umfjöllun um Eyjafjallajökul en sú fyrri er mun víðtækari og út frá henni má skýra frá mun fleiri þáttum í tengslum við gosið. Seinni staðreyndin leggur áherslu á hörmungar sem bendir til að höfundur ætli að skrifa um hvers konar hörmungar fylgdu í kjölfar gossins og hvaða áhrif þær höfðu. Hún er líka gildishlaðin í orðanotkun (miklar hörmungar), sem gefur til kynna að textinn sem á eftir fylgi verði ekki alveg hlutlaus og muni fjalla um eldgos út frá þessum forsendum. Að gildishlaða mál sitt getur verið nauðsynlegt en það getur líka haft afar neikvæð áhrif á textann og lestur hans. Stundum vilja lesendur sjálfir fá að komast að eigin niðurstöðu með því einfaldlega að skoða staðreyndir málsins og draga eigin ályktanir. Fullyrðing Þann 14. apríl árið 2010 hófst eldgos á Íslandi sem hafði mikil áhrif á heilsu fólks, dýralíf, náttúruna og jafnvel á flugsamgöngur í Evrópu. Inngangur sem hefst á þessum orðum er mjög opinn og því er af mörgu að taka til að fjalla um í meginmáli. Sjónarhorn Lögreglan þurfti að stöðva fjölmarga forvitna Íslendinga þegar þeir reyndu að komast að Eyjafjallajökli þegar eldgosið stóð sem hæst í apríl 2010, jafnvel þótt öllum hefði átt að vera ljóst að lögreglan hafði í nógu öðru að snúast við að aðstoða íbúa svæðisins. Hér er sjónum beint að forvitnum ferðalöngum sem hundsa hættur og ferðabann og sýna jafnvel fífldirfsku. Textinn er einnig gildishlaðinn, einkum í síðari hlutanum, því hann leggur vissan dóm yfir hluta viðfangsefnisins.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=