Neistar

106 Uppsetning á heimildaritgerð Inngangur Í inngangi kemur fram stutt kynning á efni textans. Inngang er hægt að skrifa á marga vegu en hvaða leið sem valin er þá er mikilvægt að leggja sig fram við að vekja áhuga lesanda. Ef inngangur er „óspennandi“ eru meiri líkur á að ekki náist að kveikja áhuga lesanda, hann hætti að lesa eða gefi efninu lítinn gaum. Hér eru sýndar ólíkar leiðir að upphafi inngangs: • Í þessu verkefni ætla ég að … Margir falla í þá gryfju að byrja öll fræðiskrif á svipaðan hátt: Í þessu verkefni ætla ég að fjalla um eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Það er gott og gilt að byrja inngang á þessum orðum en það getur verið leiðinlegt til lengdar ef flest verkefni hafa áþekka byrjun. En hvernig er þá best að byrja? Staðreyndir Ein leið er að varpa fram staðreynd: Snemma að morgni 14. apríl árið 2010 hófst eldgos í Eyjafjallajökli … eða setja fram staðreynd og um leið reyna að vekja upp forvitni og stefna textanum í ákveðna átt: Þónokkur eldgos hafa valdið miklum hörmungum á Íslandi og eitt þeirra er eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Inngangur Meginmál Lokaorð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=