Neistar
105 4. Að vitna í ritverk annarra Til að virða höfundarrétt þarftu að kunna að nota beinar og óbeinar tilvitnanir. Flettu upp í handbók ( Heimir. Handbók um heimildaritun ) eða á netinu og skoðaðu hvernig þú átt að fara að. Því næst skaltu prófa að beita reglunum. Lestu eftirfarandi texta vel yfir, skrifaðu hann með þínum eigin orðum (óbein tilvitnun) og láttu eina beina tilvitnun fljóta með: Sjálfsmynd einstaklings er sú skoðun sem hann hefur á sjálfum sér og hún mótast í samskiptum við aðra. Sjálfsmyndin þróast smám saman og á fullorðinsárum er hún orðin nokkuð fastmótuð og breytist lítið. Sjálfsmynd unglingsins er enn að mótast og hann ver töluverðum tíma fyrir framan spegilinn við að velta fyrir sér spurningum eins og: Hvað einkennir mig? Hvað finnst öðrum um mig? Hvernig er ég? Er ég í lagi? Hvaða skoðanir hef ég? Svör við spurningum sem þessum eru mikilvæg fyrir þroska okkar. Úr bókinni Félagsfræði. Einstaklingur og samfélag, bls. 52 eftir Garðar Gíslason. Útgefandi er Mál og menning, Reykjavík. Þetta er 3. útgáfa sem kom út árið 2008. 5. Heimildaskrá Farðu á skólabókasafnið og tíndu til sjö til tíu bækur. Gættu þess að velja bæði íslenska og erlenda höfunda, ritsöfn og jafnvel tímarit. Skráðu því næst ritin sem heimildir.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=