Neistar

104 1. Leit á netinu Leitaðu á netinu að svörum við spurningum hér fyrir neðan. Skráðu hjá þér nokkrar ólíkar heimildir, raðaðu þeim eftir áreiðanleika og skráðu hjá þér misræmi. • Hvar og hvenær fæddist Halldór Laxness? • Hvað eru íbúar Saudi-Arabíu margir? • Hvenær hófst útgáfa Fréttablaðsins? • Hvað kostar fyrir þig að fljúga frá Keflavík til Kaupmannahafnar? • Finndu fimm hótel í Kaupmannahöfn og veldu þér það sem stendur næst Ráðhúsinu. Hvað kostar nóttin þar fyrir þig? Fannstu misvísandi upplýsingar í einhverjum tilfellum? Hvað var flóknast að finna? Voru upplýsingar á þessum síðum uppfærðar reglulega? Var tekið fram hvenær þær voru síðast uppfærðar? 2. Vatnajökulsþjóðgarður Finndu upplýsingar um stærð og einkenni Vatnajökulsþjóðgarðsins á netinu. • Hvaða leitarvef notar þú? • Hvaða leitarorð notar þú? • Hvaða síður telur þú áreiðanlegastar og af hverju? 3. Hverjum er best að treysta? Og af hverju? Farðu inn á netið og finndu þrjár heimildir um hvert viðfangsefnanna hér fyrir neðan: 1. Litla hafmeyjan – stytta í Kaupmannahöfn 2. Litla hafmeyjan – stytta í Tjörninni í Reykjavík 3. Unglingadrykkja á Íslandi – eykst hún eða fer hún minnkandi? Berðu síðurnar vel saman og greindu hvaða tilfinningu þú færð fyrir þeim? • Hvaða heimild er áreiðanlegust? • Af hverju sýnist þér það? • Geturðu fundið staðfestingu á áreiðanleikanum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=