Neistar
Hvaða upplýsingar teljast áreiðanlegar og hverjar teljast minna öruggar? Á netinu úir og grúir af alls kyns upplýsingum. Sú staðreynd að allir hafa aðgang að netinu og geta sett þangað hvað sem þeim dettur í hug hefur í för með sér að sumar upplýsingar á netinu eru oft fjarri sannleikanum. Það er kúnst að lesa úr öllum upplýsingum á netinu og meta áreiðanleika þeirra. Hér gildir að vega og meta gagnrýnum augum. Á heimasíðum stofnana, stórra samtaka og ýmissa stórfyrirtækja eru upplýsingar byggðar á rannsóknum og staðreyndum og oft eru þær vandaðar. Hafðu þó alltaf í huga hverjir hagsmunir viðkom- andi gætu verið, því að jafnvel þótt aðilum gangi ekkert illt til getur framsetning þeirra á efninu dregið taum eins málstaðar umfram annan. Heimasíður einstaklinga, hópa, bloggsíður og samskiptasíður eru síður traustar því þar er oftar að finna upplýsingar sem byggja á skoðunum en eru ekki studdar af niðurstöðum úr viðurkenndum rannsóknum. Þær geta jafnvel talist áróður og reynst ósannar með öllu. Auðvitað er það þó ekki algilt og því ber að kanna bakgrunn textahöfundar vel og hvaðan hann fær þær upplýsingar sem hann notar. 101 Að nota netið við heimildaritun – nokkur ráð • Hver er höfundur greinarinnar eða vefsíðunnar ? Ef engar upplýsingar um höfund, menntun/starf og netfang er að finna skaltu snúa þér að annarri síðu. • Umfjöllunarefni síðunnar . Vísar heiti síðunnar til efnisins sem fjallað er um? Fyrir hverja er höfundur að skrifa? Lýsir hann staðreyndum eða eigin skoðunum? Er umfjöllunin yfirborðsleg eða ítarleg? • Almennar upplýsingar . Kemur fram hver hýsir síðuna, hvenær hún var smíðuð og síðast uppfærð? Slíkar upplýsingar segja til um áreiðanleika. Heimasíður stofnana eru jafnan áreiðanlegri en síður einstaklinga. Aldur upplýsinga getur sömuleiðis skipt máli, kannski eru komnar fram nýrri upplýsingar sem varpa öðru ljósi á málið. • Áreiðanleiki stórra gagnasafna er jafnan góður enda yfirfarinn af ritstjórum (þeir lesa yfir efnið og samþykkja það til birtingar rétt eins og ritstjórar bóka). Heimildaleit á netinu Notaðu fleiri en eina leitarvél og athugaðu hvort þú færð sömu niðurstöður. Prófaðu líka að nota mismunandi leitarorð eða fleiri en eitt og sjáðu hvað gerist.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=