Neistar
100 Hvar er góðar upplýsingar að finna? Ekki gúggla eingöngu! Hvar áttu að leita upplýsinga? Og hvernig er hægt að greina á milli áreiðanlegra og ótraustra heimilda? Í reynd eru margir möguleikar sem þú getur valið um. • Bækur og bókasöfn . Bækur eru oftast áreiðanlegar heimildir. Handbækur, alfræðirit og fræðirit, að ógleymdum öllum námsbókunum, eru mikilvægar heimildir og til þess fallnar að auka þekkingu. • Fræðibækur eiga að vera hlutlausar, þær eiga ekki að lýsa skoðunum höfundar heldur byggja á rannsóknum og stað- reyndum. Þær eiga því að vera áreiðanlegar. Sama er að segja um efni alfræðirita, þau byggja á staðreyndum en ekki skoðun- um og eru langflest unnin af stórum hópi einstaklinga sem sjá um prófarkalestur, ritstjórn og efnisumsjón. Þau eiga því að vera traust. • Dagblöð og tímarit . Ógrynni upplýsinga er að finna í hinum ýmsu fagtímaritum sem og dagblöðum. Gömul dagblöð og tímarit er hægt að nálgast á mörgum bókasöfnum og á timarit.is. • Fræðigreinar í tímaritum og dagblöðum byggja líka á rannsóknum og staðreyndum en þær eru ekki endilega hlutlausar heldur endurspegla skoðun höfundar. Þær geta engu að síður verið áreiðanlegar en hafa þarf í huga að þær segja ekki endilega allan sannleikann heldur stundum aðeins eina hlið á málinu. • Sérfræðingar . Ekki má gleyma sérþekkingu mannsins. Auðveldlega má afla upplýsinga með spjalli eða formlegu viðtali við sérfræðinga á ákveðnum sviðum eða fólk með brennandi áhuga á ákveðnum málefnum. • Netið . Þar er að finna heilmikið efni en vandinn er að finna viðeigandi upplýsingar sem og að treysta þeim upplýsingum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=