Neistar
8 1. kafli – Listin að láta í sér heyra Við hefjum kraftmikinn íslenskuvetur með því að fjalla um framsögn, tjáningu og umræður. En af hverju þarf að þjálfa framsögn, tjáningu og um- ræður? Strangt til tekið geturðu komist í gegnum lífið án þess að tjá þig sérstaklega mikið – sumar starfsstéttir og áhugamál krefjast stöðugrar og ríkrar tjáningar á meðan annað fer fram í þögn og einrúmi. En líf hverrar einustu manneskju er stútfullt af tækifærum þar sem henni býðst að tjá hug sinn og skipta þar með máli – hafa áhrif. Liður í lýðræðislegri þátttöku er að láta rödd sína heyrast. Stundum hefurðu ekki einu sinni val um það og verður að taka þátt og stundum verður þú að taka þátt vegna þess að þú vilt hafa áhrif á þitt eigið umhverfi. 1. kafli Heimurinn vill heyra í þér! Markmið með þessum kafla er að efla færni þína í framsögn og tjáningu. Að þú skiljir og skynjir að það sem í þér býr er engum öðrum gefið … og að þess vegna eigir þú að láta í þér heyra sem allra oftast. Enginn verður óbarinn biskup (að minnsta kosti mjög fáir sem vitað er um) og þess vegna notum við allan veturinn í að æfa framsögn og tjáningu. Gangi þér vel … að láta í þér heyra! Enginn hefur aðgang að því sem býr innra með þér – nema þú hleypir því út. Þess vegna bíður heimurinn eftir því að heyra í þér.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=