67 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 4. kafli AUGLÝSINGAR – HLUTIR SEM ÞÚ BARA VERÐUR AÐ FÁ Segjum sem svo að einhverjir áhrifavaldar framleiddu og markaðssettu íþróttadrykkinn „Pró-Fínt.“ Allir væru sannfærðir um að loksins væri kominn íþróttadrykkur sem gerir allt betra. Þetta væri drykkur sem yrði geysi-vinsæll áður en fólk svo mikið sem smakkaði sökum frábærrar markaðssetningar. Drykkurinn er framleiddur einhvers staðar erlendis og þyrfti að koma alla leið til Íslands áður en neytandinn fengi hann í hendurnar. Varan stoppar stutt í hillum verslunarinnar því fólk bara verður að fá drykkinn í hendurnar svo búðirnar keppast við að komast yfir meira af vörunni til að svara þörf neytenda. Drykkurinn kemur í mörgum bragðtegundum og svo í tveimur útfærslum. Í vökvaformi í plastflösku og svo í duftformi sem hægt er að blanda við vatn heima. Hvort heldur þú að sé umhverfisvænna, að kaupa drykkinn í vökva eða duftformi? Hafðu í huga t.d. plastnotkun og orku við flutning þegar þú svarar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=