53 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli SEGULSVIÐ Efni og áhöld: Lestu framkvæmdina hér að neðan og skráðu þau efni og áhöld sem þú þarft að nota. Tilgáta: Eftir að lesa framkvæmdina, hvað heldur þú að gerist? Framkvæmd: Settu járnsvarf ofan í plastbox. Varastu að setja segulinn ofan í kassann. Legðu segulinn upp við kassann neðan frá og hreyfðu hann til. Fylgstu með hvað gerist. Bættu svo við öðrum segli og prófaðu að snúa honum á báða vegu, þannig að andstæðir pólar snúi hvor að öðrum og að samstæðir pólar snúi hvor að öðrum. Niðurstaða: Teiknaðu mynd af segulsviði segulsins og seglanna. Hvað lærðir þú af þessari athugun?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=