49 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli VERKEFNI VERKEFNI RAFRÁSIR Þitt verkefni er að tengja saman rafrásir eftir fyrirmælum og bera saman. Hægt er að nota gögn frá kennara eða sýndarveruleika til að tengja rafrásirnar. MUNDU! Ef þú notar gögn frá kennara að fara varlega og brenna þig ekki. Farðu eftir leiðbeiningum og fáðu aðstoð eftir þörfum! 1. Tengdu saman batterí, 2 perur og ljósrofa. Þú mátt nota eins marga víra og þú telur þig þurfa. A. Hvað notaðir þú marga víra? B. Lýstu perurnar skært eða dauft? C. Settu mynd af rafrásinni þinni hér: 2. Notaðu 2 perur, 1 batterí og 4 víra. Tengdu hverja peru beint við batteríið. A. Var munur á því hvernig perurnar lýstu í samanburði við í lið 1.? B. Settu mynd af rafrásinni þinni hér:
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=