Náttúrulega 3 - vinnubók

45 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 3. kafli STÖÐURAFMAGN Hér átt þú að velja tvær af þremur verklegum æfingum til að vinna. VATNIÐ RENNUR Efni og áhöld: Lestu framkvæmdina hér að neðan og skráðu þau efni og áhöld sem þú þarft að nota. Tilgáta: Eftir að lesa framkvæmdina, hvað heldur þú að gerist? Framkvæmd: Skrúfaðu frá kalda vatninu og láttu renna þannig að bunan verði samfelld en ekki of kraftmikil. Nuddaðu reglustiku með ullarklút eða einhverju álíka og farðu því næst með reglustikuna nær vatnsbununni. Passaðu þig þó á því að bleyta ekki reglustikuna. Niðurstaða: Segðu frá því sem gerðist í stuttu máli og hvers vegna það gerist.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=