Náttúrulega 3 - vinnubók

26 Náttúrulega 3 │ vinnubók │ 2. kafli HVAÐA GETNAÐARVARNIR PASSA? Hvaða getnaðarvörn passar þeim sem vill einnig verja sig fyrir kynsjúkdómum? Hvaða getnaðarvörn passar þeim sem þola illa hormónagetnaðarvarnir? Hvaða getnaðarvörn passar best þeim sem eru vissir um að vilja ekki eignast börn (eða fleiri börn)? Geta þeir sem eru með ofnæmi fyrir latexi notað smokk? HVERJU ER VERIÐ AÐ LÝSA? Sjúkdómur sem veldur skemmdum á líffærum, sérstaklega í kviðarholi, getur valdið miklum sársauka sérstaklega við blæðingar. Eitt meðferðarúrræði við ófrjósemi. Eggfrumur eru teknar úr konu og frjóvgaðar með sæðisfrumum á rannsóknarstofu. Síðan er frjóvguðu eggi (fósturvísi) komið fyrir í legi konunnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=